Þremur gíslum hefur verið sleppt

Þremur gíslum hefur verið sleppt.
Þremur gíslum hefur verið sleppt. AFP

Þrír gíslar hafa verið látnir lausir úr yfirstandandi gíslatöku í miðbæ hollenska bæjarins Ede.

Frá þessu greinir lögreglan í Hollandi á miðlinum X. 

Mikill viðbúnaður í miðbænum 

Það var snemma í morgun sem lögreglan í Hollandi óskaði eftir því að fólk héldi sér innandyra vegna gíslatöku í miðbæ hollenska bæjarins Ede.

Um 150 heimili hafa verið rýmd vegna þessa samhliða öðrum aðgerðum lögreglu, en bæði óeirðalögreglan og sprengjusérfræðingar eru á vettvangi. 

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir eru í haldi en fjöl­miðlar á svæðinu hafa greint frá því að fjór­ir eða fimm manns séu að verki, að því er frétta­veita AFP grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert