Síðasta gíslinum hefur verið sleppt

Síðasta Gíslinum hefur verið sleppt.
Síðasta Gíslinum hefur verið sleppt. AFP

Síðasta gíslinum hefur verið sleppt úr gíslatöku sem hófst á kaffihúsi í miðborg Ede í Hollandi á níunda tímanum í morgun. 

Frá þessu greinir lögreglan í Hollandi á miðlinum X. Þar segir jafnframt að einn maður hafi verið handtekinn. Ekki liggur fyrir hversu margir voru að verki. 

Þremur hafði verið sleppt úr haldi

Þrír gíslar höfðu þegar verið látnir lausir en þeim var sleppt úr haldi á tólfta tímanum á staðartíma. 

Það var snemma í morg­un sem lög­regl­an í Hollandi óskaði eft­ir því að fólk héldi sér inn­an­dyra vegna gíslatöku í miðbæ hol­lenska bæj­ar­ins Ede.

Um 150 heim­ili hafa verið rýmd vegna þessa sam­hliða öðrum aðgerðum lög­reglu, en bæði óeirðalög­regl­an og sprengju­sér­fræðing­ar eru á vett­vangi.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir eru í haldi en fjöl­miðlar á svæðinu hafa greint frá því að fjór­ir eða fimm manns séu að verki, að því er frétta­veita AFP grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert