Richard Serra er látinn

Richard Serra árið 2008.
Richard Serra árið 2008. AFP/Bertrand Guay

Bandaríski listamaðurinn Richard Serra, sem er þekktur fyrir stóra en minimalíska skúlptúra úr stáli, lést í gær, 85 ára að aldri.

Verk hans má finna víðs vegar um heiminn, þar á meðal á söfnum í París, á Guggenheim-safninu í spænsku borginni Bilbao og í eyðimörkinni í Katar. Einnig er hann höfundur útilistaverksins Áfangar sem er í Viðey.

Serra lést á heimili sínu á Long Island í New York úr lungnabólgu, að sögn lögfræðings hans.

Bandaríski listamaðurinn Richard Serra í Viðey árið 1990, við vígslu …
Bandaríski listamaðurinn Richard Serra í Viðey árið 1990, við vígslu verksins Áfanga. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
AFP/Miguel Riopa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert