12 ára þrælkunarvinna fyrir sjónvarpsgláp

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, flytur ræðu fyrr í vikunni.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, flytur ræðu fyrr í vikunni. AFP/KCNA VIA KNS

Nýjar myndir frá breska ríkissjónvarpinu í Suður-Kóreu sýna stjórnvöld í Norður-Kóreu dæma tvo pilta í 12 ára þrælkunarvinnu fyrir að horfa á suðurkóreska sjónvarpsþætti.

Í myndskeiði, sem virðist hafa verið tekið árið 2022, sést þegar tveir 16 ára piltar eru handjárnaðir fyrir framan hundruð nemenda á stórum leikvangi, að sögn BBC.

Óeinkennisklæddir lögreglumenn ávíta piltana einnig fyrir að hafa ekki „hugsað alvarlega um mistök sín”.

Skemmtiefni frá Suður-Kóreu er bannað í Norður-Kóreu, þar á meðal sjónvarpsefni.

Þrátt fyrir það eru sumir tilbúnir til að taka áhættuna og verða sér úti um aðgang að suðurkóreskum sjónvarpsþáttum, sem eru afar vinsælir víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert