Fleiri gætu verið ákærðir

Fleiri gætu fengið ákæru á hendur sér vegna ígræðslu plastbarka …
Fleiri gætu fengið ákæru á hendur sér vegna ígræðslu plastbarka í sjúklinga við Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð. AFP

Saksóknari útilokar ekki að fleiri en læknirinn Paolo Macchiarini geta fengið stöðu grunaðs manns við endurupptöku sakamálarannsóknar plastbarkamálsins, en að það sé of snemmt að segja til um hverjir það gætu hugsanlega verið. Þetta kemur fram í skriflegu svari sænska saksóknaraembættisins (Åklagarmyndigheten) við fyrirspurn mbl.is.

Mikael Björk, yfirsaksóknari hjá þróunarskrifstofu saksóknara (Åklagarmyndighetens Utvecklingscentrum), ákvað fyrr í mánuðinum að hefja á ný frumrannsókn plastbarkamálsins eftir að krafist var endurskoðun á ákvörðum embættisins að láta málið falla niður.

Paolo Macchiarini hefur nú stöðu grunaðs manns.
Paolo Macchiarini hefur nú stöðu grunaðs manns.

Frumrannsóknin mun snúa að meðferð tveggja sjúklinga sem græddir voru í plastbarki. Sjúklingarnir eru báðir látnir, en einn þeirra sem nefndur er íslenski sjúklingurinn er Andemariam Beyene sem var til meðhöndlunar á Landspítalanum. Hinn er tyrknesk kona.

Fram kemur í fréttatilkynningu á vef saksóknaraembættisins að Macchiarini hafi nú formlega stöðu grunaðs manns og er hann grunaður um „tvö tilfelli er varða því að hafa valdið líkamstjóni“ og eru brotin sögð gróf.

Fá fordæmi

Í svari embættisins er áréttað að frumrannsóknin getur leitt til sömu niðurstöðu og fyrri frumrannsókn málsins og að engin verði ákærður. Einnig er tekið fram að rannsóknin getur breytt eðli málsins ef niðurstaðan bendi til þess að beri að ákæra fyrir önnur brot en eru tilgreind við upphaf rannsóknar.

Ákvörðun yfirsaksóknara um nýja frumrannsókn er sögð ekki benda til þess að ákvörðun um að falla frá málinu hafi verið röng. Hins vegar sé um að ræða mál þar sem eru fá lagaleg fordæmi og að lögfræðileg álitaefni mörg.

Björk mun því ekki taka til skoðunar mál allra þeirra sjúklinga sem lögðust undir plastbarkaaðgerð og létust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert