Hefði hlaupið inn í skólann óvopnaður

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann hefði hlaupið inn í framhaldsskólann í Flórída þar sem 17 manns voru skotnir til bana, jafnvel þó að hann hefði verið óvopnaður.

„Ég trúi því staðfastlega að ég hefði hlaupið inn í skólann jafnvel þó að ég væri óvopnaður,“ sagði forsetinn á samkomu ríkisstjóra í Hvíta húsinu í dag.

„Ég held að flestir hér inni hefðu gert það sama,“ bætti Trump við.

Trump sagði einnig að það væri „ógeðfellt“ að vopnaður lög­reglumaður sem hafði það hlut­verk að hafa eft­ir­lit með nemendum skólans aðhafðist ekk­ert þegar árás­in átti sér þar stað.

Skotárásin átti sér stað 14. febrúar og situr árásarmaðurinn, 19 ára fyrrverandi nemandi við skólann, í gæsluvarðhaldi.

Trump hefur sagst styðja til­raun­ir til að bæta eft­ir­lit og bak­grunns­skoðanir á fólki sem kaup­ir byss­ur.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er handviss um að hann hefði …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er handviss um að hann hefði hlaupið inn í framhaldsskólann í Flórída þar sem 17 manns létu lífið í skotárás, jafnvel þótt hann væri óvopnaður. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert