Kviður Shin Shin vekur eftirtekt

Fjölmargir hafa lagt leið sína í dýragarðinn í Tókýó í dag og undanfarna daga enda hver að verða síðastur til þess að óska Shin Shin velfarnaðar áður en hún leggst á sæng.

Pandan Shin Shin er 11 ára gömul og í febrúar varð hún þunguð eftir ástarfund með Ri Ri í dýragarðinum. Pöndur eru afar klunnalegar þegar kemur að ástaratlotum og eru karldýrin einstaklega lagin við að misreikna sig í hvenær og hvort kvendýrið hafi áhuga. Því þykir það mikill viðburður ef mökunin gengur upp. 

Shin Shin lét ekki þessa miklu athygli trufla sig við að snæða morgunverðinn í dag. Í fyrramálið verður hún flutt úr kastljósinu og fær að vera í næði fram yfir fæðingu. Ri Ri, sem er í rýminu við hliðina Shin Shin, virtist hins vegar undrandi yfir allri þessari athygli sem hún fékk en hann ekki. 

Shin Shin eignaðist hún árið 2012 og var það í fyrsta skipti í 24 ár sem panda fæðist í dýragarðinum í Tókýó. En hann lifði aðeins í sex daga er lungnabólga dró hann til dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert