Bandaríkjaher fellir Uzbeki

39 létust í árásinni í Istanbul.
39 létust í árásinni í Istanbul. AFP

Bandaríkjaher hefur fellt Abdurakhmon Uzbeki, liðsmann Ríkis íslams, sem er sagður hafa borið ábyrgð á árás í næturklúbb í Istanbúl 1. janúar síðastliðinn þar sem 39 manns létust.

„Við munum ná þér hvar sem þú ert niðurkominn,“ sagði Brett McGurk, starfsmaður Bandaríkjahers, í Twitter-færslu þar sem hann staðfestir lát Uzbeki. McGurk stýrir aðgerðum gegn Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. 

Uzbeki lést 6. apríl í borginni Mayadin í austurhluta Sýrlands. 

Uzbeki er sagður hafa verið náinn samstarfsmaður Abu Bakr al-Baghdadi sem er einn helsti leiðtoga Ríki íslams. Þeir eru sagðir hafa stýrt árásunum í næturklúbbnum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert