Liverpool-lagið á Voice-sviðinu

Arnar Dór Hannesson steig á svið í fjögurra manna úrslitum og söng lagið You Are So Beautiful með Joe Cocker. Flutningur Arnars á þessu rómantíska lagi var mjög tilfinningaþrunginn og vakti mikla lukku hjá þjálfurunum.

„Ég var bara, „Arnar, ertu að tala við mig?“ Svo mundi ég að þú átt mjög fallega konu sem er í salnum. Þetta var fallegur söngur, takk fyrir mig,“ sagði Salka Sól.

Þjóðin var ekki síður hrifin af flutningnum, Arnar var kosinn í tveggja manna úrslit þar sem hann söng lagið You‘ll Never Walk Alone, lagið er úr söngleiknum Carousel en er einna þekktast fyrir að vera lag enska fótboltaliðsins Liverpool.

„Tom Jones hefði getað verið stoltur af þessum flutningi. Það þarf ekki að segja neitt meir. Þeir sem voru hérna og eru að horfa á sjónvarpið heyrðu þetta,“ sagði Helgi Björns, þjálfari Arnars.

Flutningurinn var þó ekki nóg til að landa Arnari sigri, en hann beið lægri hlut fyrir söngkonunni Karitas Hörpu Davíðsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson