Svipt allri von og tímaskynjun

Sólveig Arnarsdóttir leikur vísindakonuna Gildu í X.
Sólveig Arnarsdóttir leikur vísindakonuna Gildu í X. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Augljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í alla ytri umgjörð sýningarinnar,“ segir í leikdómi um sálfræðitryllinn X eftir breska leikskáldið Alistair McDowall sem Borgarleikhúsið frumsýndi nýverið í íslenskri þýðingu Jóns Atla Jónassonar og leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Leikdóminn má lesa í heild sinni á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, miðvikudag. 

Verkið gerist í framtíðinni um borð í rannsóknargeimstöð við endimörk sólkerfisins. Þar bíður hópur geimfara eftir að vera sóttur og komast heim til jarðar, en enginn kemur og engar skýringar fást þar sem sambandið við stjórnstöðina á jörðinni rofnaði fyrir nokkru og þögnin ein ríkir. 

„McDowall notar þá velþekktu formúlu í þessari dystópíu sinni að loka tiltekinn hóp einstaklinga inni í afmörkuðu rými. Hann sviptir þau allri von og tímaskynjun og fljótlega fara furðulegir og jafnvel hryllilegir hlutir að gerast þar sem geimfararnir týna tölunni hver af öðrum. Eftir hlé virðist tíma- jafnt sem veruleikaskyn persóna fyrir alvöru leysast upp,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, og heldur áfram: „Áhorfendur þurfa því að hafa sig alla við til að lesa í aðstæður og reyna að púsla saman réttri tímaröð verksins til að halda þræði. Ekki hjálpar síðan til að óljóst er hvort sumar persónur verksins eru í raun og veru til eða einfaldlega sameiginleg skynvilla áhafnarmeðlima,“ skrifar rýnir og bendir á að höfundur keyri spennu verksins áfram með því að miðla eins litlum upplýsingum og hægt er, en fyrir vikið verði persónurnar bæði einsleitar og flatar.

„Ekki var annað að sjá en að leikararnir væru að reyna að gera sitt ýtrasta til að blása lífi í glæður vísindaskáldskapar McDowalls, en þó hæglega megi slátra frábærum efnivið með kunnáttu- eða metnaðarleysi þá getur framúrskarandi listafólk því miður ekki bjargað slöku hráefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson