Sigursteinn segir að lögreglan hafi gert mistök

Íslensk sakamál er heitið á nýjum þætti í Sjónvarpi Símans sem er í umsjón Sigursteins Mássonar. Í þáttunum er fjallað um dularfull óleyst morðmál og nýjar vísbendingar tengt því. Öll hafa málin komið upp hérlendis. Í þáttunum er líka fjallað um hrottalegt nauðgunarmál. sprengjuhótun og umfangsmikil alþjóðleg fíkniefnaviðskipti sem stjórnað er af Íslendingi.

Þættirnir byggja á ítarlegum rannsóknum Sigursteins, sem hefur starfað í fjölmiðlum lengi, nýjum upplýsingum og áður óbirtum gögnum, viðtölum og leiknum atriðum. Í Íslenskum sakamálumer kafað djúpt ofan í þekkt jafnt sem óþekkt sakamál.

Í fyrsta þætti er farið yfir morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílsstjóra. Í sögunni hefur aðeins eitt morðmál verið endurupptekið á Íslandi. Það er hið fræga Guðmundar og Geirfinnsmál en annað mál hefur sterklega komið til álita og það er morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni, sem var skotinn í höfuðið með 35 mm. Smith & Wesson skammbyssu. Annar leigubílsstjóri var sýknaður af því morði.

„Í lögreglurannsókninni eru gerð ýmis mistök enda hafði íslensk lögregla aldrei staðið frammi fyrir slíkum glæp. Um 50 árum síðar komu fram ný sönnunargögn sem geta mögulega varpað nýju ljósi á málið,“ segir Sigursteinn en þættirnir eru sýndir á fimmtudögum. 

Sigursteinn Másson.
Sigursteinn Másson. Ljósmynd/Eva Schram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav