Er Skvíz að fara að bjarga páskunum hjá þér?

Fjórar íslenskar konur eiga heiðurinn af Skvíz, nýjum íslenskum sjónvarpsþáttum sem syndir verða í Sjónvarpi Símans um páskana. Hlín Ágústsdóttir, Tanja Björk, Silja Rós og Ólöf Birna Torfadóttir hafa fjölbreytta reynslu að baki. Ólöf Birna skrifaði gamanmyndina Hvernig á að vera klassa drusla frá árinu 2021 og bíómyndina Topp 10 möst sem kemur í bíó í maí 2024. 

Silja Rós, Tanja Björk og Hlín hafa allar unnið sem leikkonur og handritshöfundar síðastliðin ár og hlaut Tanja Björk meðal annars tilnefningu til Canadian Screen Awards fyrir leik sinn í myndinni Le Bruit des Moteurs. Hún leikur einnig annað aðalhlutverkið í Topp 10 möst.

Tanja hefur áralanga reynslu í sviðslistum, en hún starfaði til dæmis um skeið með Sirkus Íslands. Hlín skrifaði og lék í einleiknum Psycho Love sem var frumsýndur í L.A. og hlaut lof fyrir. Hún hefur einnig verið mikið í spunaleik og lék meðal annars í spunasýningunni Lost in Translation hjá International Theater Stockholm sem vann áhorfendaverðlaun sænsku sviðslistaverðlaunanna. Silja Rós hefur m.a. leikið í íslensku kvikmyndinni Þrot eftir Heimi Bjarnason. Þessa stundina vinnur hún sem handritshöfundur og leikkona í stuttmyndinni Duld, sem er fullstyrkt af KMÍ. Ásamt því starfar Silja Rós sem söngkona og lagahöfundur og tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023.

Þættirnir fjalla um Rúnu og Fríðu sem neyðast til að finna sér nýjan meðleigjanda þar sem fyrrum meðleigjandi flutti óvænt út án þess að borga leigu. Eftir þó nokkuð af skrautlega skemmtilegum viðtölum fær Sóley nokkur, herbergið. Sambúðin er þó ekki eilífur dans á rósum þar sem um gríðarlega ólíka en stóra persónuleika er að ræða. Allar þurfa sitt pláss bæði í vinnu og einkalífi.

„Leikið íslenskt sjónvarpsefni er áfram það allra vinsælasta meðal okkar áskrifenda og erum við einstaklega spennt að frumsýna Skvíz um páskana. Þetta er saga þriggja kvenna sem leigja saman íbúð í Reykjavík og reyna að feta hver sína leið í vinnu, ástum og öllu þar á milli. Ég er handviss um að Skvíz muni heilla áhorfendur sem eflaust munu geta tengt við margt sem þar gerist,“ segir Birkir Ágústsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Símanum en þættirnir fara í sýningu 27. mars.

Reynir Lyngdal leikstýrir þáttunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson