Frumflutningur Hönsu á laginu Ekki í boði

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Hansa, fer með hlutverk Mary Jane í söngleiknum Eitruð pilla (e. Jagged little pill). Þar leikur hún húsmóður á miðjum aldri sem býr í úthverfi með fjölskyldunni sinni. Á yfirborðinu er allt í himnalagi. Eiginmaður hennar er í góðu starfi og sonurinn stundar nám við Harvard. Ekki er þó allt sem sýnist. 

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af samnefndri plötu Alanis Morissette, sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hér má sjá Jóhönnu Vigdísi syngja eitt af aðallögum sýningarinnar, Ekki í boði.

Handritshöfundurinn, Diablo Cody, hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta kvikmyndahandritið árið 2008, fyrir kvikmyndina Juno.

Aldís Amah Hamilton leikur hitt aðalhlutverkið á móti Jóhönnu Vigdísi en með önnur hlutverk fara Sigurður Ingvarsson, Rán Ragnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Íris Tanja Flygenring, Haraldur Ari Stefánsson, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Esther Talía Casey, Hannes Þór Egilsson, Marinó Máni Mabazza, Sölvi Dýrfjörð og Védís Kjartansdóttir.

Álfrún Örnólfsdóttir leikstýrir verkinu g búningahönnuður er Karen Briem.

Aldís Amah Hamilton fer með hlutverk Frankie, sem er að reyna að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. Smátt og smátt er þó farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári. Hún hefur ánetjast ópíóðalyfjum og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir - óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav