Myndi skrifa ævisögu sína sjálfur

Hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson var gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum á dögunum. Þar ræddi hann opinskátt um líf sitt og tilveru en Páll Óskar hefur hefur lengi verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar með tilheyrandi áskorunum sem því fylgir.

„Ég held að það myndi frekar meika sens að ég myndi skrifa bók. Ég yrði fyrst að skrifa ævisögu mína og það er alveg ljóst að ég þarf að gera það sjálfur, með eigin orðavali og mínum eigin húmor,“ svarar Páll Óskar þegar Kristín Sif spyr hvort það eigi einhvern tímann eftir að koma út kvikmynd um lífshlaup Páls Óskars.

Óhræddur við að tala um erfiðleikana

Páll Óskar hefur meira og minna verið mikið í sviðsljósinu alla sína ævi og þekkir því lítið annað. Í gegnum tíðina hefur hann tileinkað sér einlægni og verið ófeiminn við að tala opinberlega um sigra sína og sorgir sem hafa sett mark sitt á líf hans. Á það lítur hann ekki á sem berskjöldun heldur eðlilegan þátt í því að vera manneskja sem á sögu sem hún vill deila með öðrum. 

„Síðan er hægt að taka þessa bók og gera úr henni handrit, annað hvort að leikverki, söngleik eða bíómynd. Ég held að bókin þurfi alltaf að koma fyrst,“ segir hann en viðurkennir þó um leið að skrifin séu ekki hafin.

„Við eigum að tala um erfiðleika og ekki halda þeim inni. Það gerir okkur ekkert gagn og við kannski förum síðan á mis við að aðstoða einhvern annan sem þarf þetta pínulitla „push“ eða pínu ljósglætu. Bara þetta að fatta að maður er ekki einn.“

Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav