Páll Óskar finnur von í listinni í grárri veröld

„Það er erfitt fyrir mann að búa í þessum heimi núna. Búandi við þennan fréttaflutning og reyna að finna einhverja von. Maður þarf að berjast við það að vera í góðu skapi en þá mætir listin,“ segir Páll Óskar og lýsir breyttri heimsmynd í Dagmálum.

Páll Óskar er þekktur fyrir lítið annað en einlægni í samræðum. Segist hann finna mikla von og ljós í listinni þegar veröldin virðist grá í hinu daglega amstri.

„Í bestu tilfellunum gefur þetta þér ljós í hjartað, eða ljósaperu í hausinn, eða smá ljós í magann.“

Sálin nærist ekki á samfélagsmiðla skrolli

Þá talar Páll Óskar einnig um það hversu mikilvægt það er að rækta sinn eigin garð og þá sérstaklega þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu. Hann segir fátt mikilvægara en að huga vel og vandlega að heilsunni og að það sé eitt af því sem hann hefur tileinkað sér að gera daglega.

„Þetta gengur bæði út á það hjá mér að fara vel með skrokkinn og andann. Ef ég passa upp á það hvað ég borða og hreyfi mig reglulega að þá þarf ég líka að passa upp á það hvað ég gef sálinni sem býr hérna í þessu musteri mínu. Og ég má ekki næra sálina bara á einhverju samfélagsmiðla skrolli sem er endalaust og hannað til að gera mann húkt.“

Brot úr viðtal­inu má sjá hér að ofan. Dag­mál eru í heild sinni aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins en einnig er mögulegt að gerast vikupassa áskrifandi.

Smelltu hér til að horfa á Dagmál. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav