Rúrik vann þýska sirkuskeppni með brotna hönd

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sigraði sirkuskeppni í …
Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sigraði sirkuskeppni í Þýskalandi! Samsett mynd

Fyrrverandi knattspyrnumanninum og IceGuys-stjörnunni Rúrik Gíslasyni er margt til lista lagt en hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í sirkuskeppni í þýska sjónvarpsþættinum Stars in the Menège – með brotna hönd!

Í byrjun desember var greint frá því á mbl.is að Rúrik hefði brotið á sér höndina við upptökur á sjónvarpsþættinum. Atvikið átti sér stað þar sem hann lá á gólfinu og hélt á manni, en við það gaf höndin sig og brotnaði. Hann fór því beint upp á spítala og fékk gifs.

Breyttu rútínunni eftir óhappið

„Sirkuskeppni? Af hverju ekki! Í gær var þýski sjónvarpsþátturinn Stars in the Menège sýndur á @sat.1. Ég var meðal keppenda og skemmti mér konunglega. Því miður braut ég á mér höndina á æfingu fyrir þættina en við náðum að breyta rútínunni og halda áfram. Við enduðum meira að segja á því að vinna,“ útskýrir Rúrik í instagramfærslu sem hann birti í kjölfar sigursins.

Með færslunni birti hann myndaröð frá keppninni, en á fyrstu myndinni má sjá Rúrik halda á og kyssa gríðarstóran bikar með sirkustjaldi sem hvílir á brotnu hendinni. Þá má einnig sjá myndband af atriðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson