Hóf ferilinn svipað og Kim Kardashian

Eva Ruza stýrir spurningaþættinum Ertu viss? ásamt Tinnu, yngri systur …
Eva Ruza stýrir spurningaþættinum Ertu viss? ásamt Tinnu, yngri systur sinni, á mbl.is í vetur. mbl.is/Biggi Breiðfjörð

Skemmtikrafturinn og stjörnufréttakonan Eva Ruza Miljevic er sennilega ein fjölhæfasta kona landsins. Nýlega tók Eva Ruza að sér nýtt hlutverk sem þáttastjórnandi og spyrill, ásamt yngri systur sinni, Tinnu Miljevic, í spurningaþættinum Ertu viss? sem er í beinni útsendingu hér á mbl.is og á rás 9 á sjónvarpi Símans öll fimmtudagskvöld kl. 19:00. Fyrsti þáttur fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld og fóru þær systur algerlega á kostum eins og þeim einum er lagið.  

Eva Ruza hefur heillað landsmenn alla upp úr skónum með sinni einskæru gleði og húmor. Hér varpar Eva Ruza ljósi á þá manngerð sem hún hefur að geyma og þau gildi sem hún lifir eftir.

Hvaða Kardashian-systir lýsir þér best og hvers vegna?

„Ég mundi segja Kim. Við elskum báðar myndavélar og „selfie“ og erum svona ljúfastar af systrunum. Tengi mjög stíft við Kim fyrir utan það að vera billjónamæringur. Það er kannski það eina sem skilur okkur að. Byrjuðum ferilinn svipað líka... Þeir vita sem vita.“

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Hvaða hæfileika myndirðu helst vilja hafa sem þú telur þig ekki hafa nú þegar?

„Ég væri til í að vera með smá iðnaðarmann í mér. Ég er svo heppin að vera gift honum Sigga mínum sem kann allt og getur allt. Það hefur í raun haft slæm áhrif á mig (ekki segja Sigga það samt) því ég kann varla að negla nagla í vegg. En þetta er bara hlutur sem ég hef lært að lifa með og háir mér núll.“

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Hvað myndirðu gera ef þú myndir festast inni á almenningssalerni?

„Ég myndi byrja á að athuga hvort ég gæti skriðið undir hurðina. Sem er smá ógeðsleg tilhugsun, að skríða á gólfi á almenningsklósetti. En ég myndi samt láta mig hafa það. Ef það er ekki séns að skríða undir, og ég geri ráð fyrir að ég sé símalaus, þá myndi ég byrja að berja á hurðina og kalla á hjálp. Ef enginn kæmi að hjálpa mér þá myndi ég taka tilhlaup og reyna að brjóta niður hurðina. Sem er mjög ólíklegt að mér myndi takast. Ef ekkert gengur þá myndi ég bara krossa putta og vona að mín yrði saknað og leitarflokkur yrði sendur af stað. Ég væri alla vega alltaf með klósett þannig ég gæti alltaf pissað. Held að ég sé búin að fara yfir helstu atriðin hvernig væri best að losna. Það væri reyndar gaman að vita hvað af þessu myndi virka best.“

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Hvað væri það fyrsta sem þú myndir bjarga út úr brennandi húsi?

„Fyrir utan fjölskylduna og hundinn, þá myndi ég rífa með mér fartölvuna og harða diskinn í borðtölvunni. Þar geymast allar minningarnar í myndum og myndböndum. Ég myndi gráta mikið ef þær myndu glatast. Ég tek myndir og myndbönd eins og óð manneskja og það yrði mikið tilfinningatjón. Mögulega myndi ég kippa eldhúsklukkunni minni með líka. Hún er hönnunarverk úr gulum leigubíl líkt og sjást á götum New York-borgar. Mamma gaf mér hana þegar við vorum þar saman í stelpuferð. Mér þykir ofsa vænt um hana.“

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Hver er þín helsta fyrirmynd í lífinu?

„Ég verð að segja mamma og pabbi. Þau eru hlý og góð og hafa kennt mér öll þau fallegu gildi sem maður þarf að hafa að leiðarljósi í lífinu til að vera góð manneskja. En mín erlenda fyrirmynd er dass af Ellen DeGeneres, Jimmy Fallon og James Corden. Ég myndi vilja blanda þeim öllum saman. Út úr þeirri blöndu verður eitthvað geggjað kombó sem er hlaðið húmor, góðmennsku og hlátri.“

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

 

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Ef þú myndir vinna í lottó, hversu stórt hlutfall af vinningsupphæðinni myndir þú deila með Tinnu?

„Ætli ég myndi ekki henda smá aur í skvís. Ef upphæðin væri gígantísk þá myndi ég alveg gefa henni hús, bíl og feitan bankareikning.“

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav