BBC bendir á staðreyndavillur í Eurovision-kvikmyndinni

BBC bendir á fjölda staðreyndavilla.
BBC bendir á fjölda staðreyndavilla. Skjáskot/Youtube

Þótt Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi aðeins verið frumsýnd á föstudaginn síðasta er hún vinsælasta myndin á Netflix á Íslandi. Kvikmyndin hefur fengið mikið lof hér heima en gagnrýnendur úti í hinum stóra heimi virðast vera á öðru máli. Breska ríkisútvarpið, BBC, gaf kvikmyndinni aðeins tvær stjörnur í dómi sínum og hefur nú tekið saman staðreyndavillur í kvikmyndinni

1. Fyrsta atriðið

Fyrstu staðreyndavilluna má finna í fyrsta atriði kvikmyndarinnar. Það á sér stað árið 1974 þegar ung Lars (Will Ferrell) og Sigrit (Rachel McAdams) fylgjast með Abba spila Waterloo í Eurovision-söngvakeppninni árið 1974. 

Lars verður ástfanginn af frammistöðu Abba og einsetur sér það að vinna Eurovision einn daginn. 

BBC bendir hins vegar á að Ísland tók ekki átt í Eurovision þetta árið og keppnin var ekki heldur sýnd í beinni. Ríkisútvarpið byrjaði ekki að sýna beint frá keppninni fyrr en tæpum áratug seinna, árið 1983. Ísland tók svo ekki þátt fyrr en árið 1986, sælla minninga. 

BBC bendir einnig á að fullorðna fólkið virðist vera að drekka bjór sem væri að sjálfsögðu ómögulegt árið 1974, þar sem bjór var ekki leyfður fyrr en árið 1989. 

2. Holland vann keppnina árið 2019 en keppnin er haldin í Skotlandi

Í atriðinu þar sem Lars og Sigrit hitta keppinauta sína fyrst segir rússneski keppandinn að allir hati Bretland og þrátt fyrir að framlag þeirra sé ansi gott muni það fá núll stig. Þetta er að mati BBC góður brandari en hann haldi ekki vatni þar sem keppnin sé haldin í Skotlandi. Til þess að keppnin sé haldin í Skotlandi hefði Bretland þurft að vinna árið áður.

Blaðamaður BBC sér tvo möguleika á því hvernig þetta gæti hafa orðið. Annaðhvort hafi sigurvegari síðasta árs (Holland) ekki getað haldið keppnina og Bretland boðist til þess að halda keppnina. Eða þá að kvikmyndin gerist í öðrum raunveruleika og Skotland hefur fengið sjálfstæði sitt frá Bretlandi. Hann telur þá líklegt að Skotland hafi sent The Proclaimers árið áður og þeir hafi fært hinu sjálfstæða Skotlandi sigurinn. 

3. Keppendur brjóta ítrekað reglurnar 

Það er strangt regluverk í kringum söngvakeppnina. Til dæmis að í hverju atriði megi aðeins vera sex manns á sviðinu en í framlagi Svíþjóðar eru sjö manns á sviðinu. Einnig er hljómborð Lars tengt snúrum svo hann geti spilað á það í atriðinu, en það er í raun bannað. 

Það sem fer þó mest í taugarnar á blaðamanni BBC er að framlag Íslands er þrjár mínútur og 22 sekúndur, en hámarkið er 3 mínútur. 

4. Stigagjöfin er furðuleg

Stigagjöfin í Eurovision er almennt frekar óskiljanleg fyrir hinn almenna áhorfanda í raunveruleikanum. Í kvikmyndinni gengur illa hjá Lars og Sigrit í forkeppninni og eru þau hrædd um að komast ekki áfram á lokakvöldið. Í dramatísku atriði fylgjast þau svo með stigagjöfinni. Í raunveruleikanum er þó stigagjöfin ekki gerð opinber fyrr en eftir lokakeppnina. 

BBC segir að þótt atriðið hefði aldrei getað átt sér stað í raunveruleikanum magni það upp spennuna í kvikmyndinni. 

5. Stig Íslands byrja alltaf á núlli

Í hvert skipti sem land gefur Íslandi stig eru stigin sýnd byrja á núlli. Í raunveruleikanum eru stigin lögð saman og ætti talan því alltaf að hækka. 

Þar að auki taka Þýskaland, Spánn og Bretland þátt í forkeppninni en í raunveruleikanum eru þau stærstu styrktaraðilar keppninnar sem tryggir þeim miða á lokakvöldið ár hvert. 

6. Landslagið í Edinborg meikar ekki sens

Blaðamaður BBC er greinilega kunnugur staðháttum í Edinborg og bendir á að útsýnið af svölunum hjá Alexander Lemtov (Dan Stevens), rússneska keppandanum, sé ruglandi. Hann á að eiga heima í skoskri villu með útsýni yfir Edinborgarkastala. 

Til að fá þetta útsýni þyrfti villan að vera byggð á Calton-hæð í miðju borgarinnar. Calton-hæð er hins vegar heimsminjastaður og ómögulegt er að byggja villu á slíkum stað. 

Rachel McAdams og Will Ferrell, eða Sigrit og Lars.
Rachel McAdams og Will Ferrell, eða Sigrit og Lars. Skjáskot úr myndskeiðinu

7. Graham Norton talar ofan í lögin

Breski sjónvarpskynnirinn Graham Norton talar í sífellu á meðan keppendur flytja framlög sín. Í raunveruleikanum gerist þetta aldrei. 

8. Kynnarnir í Skotlandi eru ekki frá Skotlandi

Á hverju ári eru tveir eða fleiri kynnar valdir til að stýra keppninni. Hefðinni samkvæmt eru þessir kynnar þekkt andlit í heimalandinu og yfirleitt ættaðir frá landinu sjálfu. Í kvikmyndinni eru kynnarnir með þykkan hreim og telur blaðamaður BBC það ólíklegt að BBC hefði valið þau til að kynna keppnina í raunveruleikanum. 

Tveir hlutir sem eru réttir að mati BBC

Snemma í kvikmyndinni eru tveir hnúfubakar sýndir stökkva upp úr sjónum við höfnina á Húsavík. Atriðið er augljóslega búið til með CGI-tækni en ekki ómögulegt að mati blaðamanns BBC. Hnúfubakar og háhyrningar eru nefnilega tíðir gestir í Skjálfandaflóa. 

Í myndinni leika álfar stórt hlutverk. Blaðamaðurinn segir þetta ekki vera algjöra vitleysu og bendir á rannsókn frá Háskóla Íslands þar sem kemur fram að yfir 60% þjóðarinnar trúi á álfa og huldufólk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson