Ætlaði aldrei að giftast Penn

Charlize Theron segist aldrei hafa verið trúlofuð Sean Penn.
Charlize Theron segist aldrei hafa verið trúlofuð Sean Penn. AFP

Leikkonan Charlize Theron segist aldrei hafa verið trúlofuð leikaranum Sean Penn. Theron og Penn voru í sambandi á árunum 2013 til 2015. 

Í útvarpsviðtali við Howard Stern sagðist hún aldrei hafa verið trúlofuð leikaranum. „Hvað? Það er ekki satt, nei. Ég „giftist Sean ekki næstum því“, það er algjör vitleysa,“ sagði Theron þegar Stern spurði hana hvort hún hefði verið trúlofuð Penn. 

„Nei, við fórum á stefnumót, það var bókstaflega það eina sem við gerðum. Þetta var klárlega samband og við vorum ekki í sambandi með öðrum á þessum tíma, en þetta var bara í ár. Við fluttum aldrei inn saman. Ég ætlaði aldrei að giftast honum. Þetta var aldrei þannig,“ sagði Theron.

Stern spurði Theron hvort hana hafi aldrei langað til að gifta sig í framtíðinni en Theron sagði að hjónaband hefði aldrei verið sér mikilvægt. 

„Ég sver við líf barnanna minna. Ég hef aldrei verið einmana,“ sagði Theron og bætti við að hún væri þó ekki hrædd við rómantísk sambönd, hún hefði bara ekki mikinn tíma til þess. 

„Ég nýt þess að fara á stefnumót en ég veit ekki hvort ég muni geta búið með einhverjum aftur. Ef ég á að segja alveg satt, þá þyrfti viðkomandi eiginlega bara að kaupa húsið við hliðina á mér. Ég veit ekki hvort ég nenni að takast á við svona rugl aftur, ég er of gömul fyrir svona kjaftæði,“ sagði Theron. 

Theron á tvö börn sem hún ættleiddi árin 2012 og 2015.

Sean Penn og Charlize Theron voru í sambandi á árunum …
Sean Penn og Charlize Theron voru í sambandi á árunum 2013-2015. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson