Reynsluboltinn Bó hefur lent í ýmsu

Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika í Hörpu.
Björgvin Halldórsson heldur jólatónleika í Hörpu. ljósmynd/Sveinn Speight

Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson leitar nú að sinni árlegu jólastjörnu sem mun koma fram á jólatónleikum í desember. Jólastjarnan verður valin í þátt­um sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans en þar keppa krakk­ar 14 ára eða yngri um að fá að syngja með fremsta tón­list­ar­fólki lands­ins í Hörpu fyr­ir jól. 

„Jólin boða fagnaðarerindið og kærleika,“ segir jólabarnið Björgvin Halldórsson sem er löngu orðinn þekktur fyrir jólatónleika sína en ekki síður ódauðleg jólalög sín.  

Það fyrsta sem heillar Björgvin við ungt og upprennandi listafólk er röddin en framkoma og útgeislun skemmir heldur ekki fyrir. Hann segir mikilvægast fyrir jólastjörnuna að hafa í huga að njóta þess að syngja og hugsa eitthvað fallegt þegar hún syngur fyrir dómnefnd.“

Geta allir sungið?

„Ég er þeirrar skoðun að allir geta sungið en misvel reyndar,“ segir Björgvin. 

Björgvin er einn af reynslumestu söngvurum Íslands og hefur komið fram á ótal tónleikum. Flestir kannast við lögin hans og segist hann kunna vel að meta þegar áhorfendur þekkja lögin hans og syngja með fullum hálsi. Þrátt fyrir reynsluna veit Björgvin manna best að ýmislegt kemur upp á á tónleikum. 

„Það er ýmislegt sem kemur upp á eins og að gleyma texta eða vera með opna buxnaklauf.“

Skrán­ingu í jóla­stjörn­una 2019 lýk­ur á miðnætti miðviku­dag­inn 14. októ­ber. Tólf krakk­ar verða í kjöl­farið boðaðir í pruf­ur sem fara fram laug­ar­dag­inn 26. októ­ber og sig­ur­veg­ar­inn verður svo af­hjúpaður í lokaþætti Jóla­stjörn­unn­ar hjá Sjón­varpi Sím­ans.

Ald­urstak­mark: 14 ára og yngri. Þú get­ur skráð þig HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson