Evrópskar útgerðir stefna norska ríkinu

Skip norsku strandgæslunnar af tegundinni Barentsklassen.
Skip norsku strandgæslunnar af tegundinni Barentsklassen. Ljósmynd/Kystvakten

Deila Norðmanna og útgerða skipa innan Evrópusambandsins og á Bretlandi vegna veiða við Svalbarða hefur harðnað upp á síðkastið. Evrópusambandið hafði hótað Norðmönnum refsiaðgerðum vegna skertra aflaheimilda við Svalbarða.

Norðmenn svöruðu með því að hóta að senda skip norsku strandgæslunnar á vettvang færu skipin yfir leyfilegar aflaheimildir. Í síðustu viku var norska ríkinu svo stefnt vegna málsins fyrir héraðsdómi í Ósló, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, og í fleiri norskum miðlum.

Fyrirtæki innan samtaka evrópskra útgerða sem stunda veiðar í NA-Atlantshafi, Enafa, standa að baki stefnunni, 14 fyrirtæki í sex Evrópusambandslöndum og ein bresk útgerð. Evrópusambandið hafði alls heimild til að veiða 29 þúsund tonn af þorski á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða áður en Bretar gengu úr ESB og Brexit tók gildi um síðustu áramót.

Með útgöngunni ákváðu Norðmenn að skerða kvóta ESB um 10 þúsund tonn og veita Bretum heimild til að veiða 5.500 tonn. Því sem skildi á milli, 4.500 tonnum, var skipt á milli Norðmanna og Rússa. Þetta sættu fyrirtækin sig ekki við og Evrópusambandið miðar enn við 29 þúsund tonn, eins og áður komu í hlut ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 428,14 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 240,72 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 167,73 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 157,19 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 857 kg
Þorskur 71 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 944 kg
29.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 1.035 kg
Þorskur 710 kg
Skarkoli 430 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 37 kg
Þykkvalúra 31 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 2.303 kg
29.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.591 kg
Þorskur 368 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 2.034 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 428,14 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 240,72 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 167,73 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 157,19 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 857 kg
Þorskur 71 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 944 kg
29.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 1.035 kg
Þorskur 710 kg
Skarkoli 430 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 37 kg
Þykkvalúra 31 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 2.303 kg
29.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.591 kg
Þorskur 368 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 2.034 kg

Skoða allar landanir »