Byggja skrifstofuhús við Smáralind

Teikningin sýnir hvernig skrifstofuhúsið í Silfursmára 12 mun líta út …
Teikningin sýnir hvernig skrifstofuhúsið í Silfursmára 12 mun líta út úr lofti. Teikning/Batteríið arkitektar

Fasteignaþróunarfélagið Klasi er að hefja uppbyggingu á fjögurra hæða skrifstofu- og þjónustubyggingu suður af Smáralind. Byggingin, Silfursmári 12, verður Svansvottuð.

Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa segir áætlað að framkvæmdum ljúki eftir 15 til 16 mánuði. Samkvæmt því gæti húsið komið til afhendingar í sumarlok 2025.

Batteríið arkitektar hanna húsið. Það verður 2.500 fermetrar og með 26 stæða bílakjallara.

„Hugsunin er að byggja Svansvottað skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Jafnframt að byggingin verði ólík aðliggjandi fjölbýlishúsum. Það er önnur nálgun og annað útlit.“

Meira í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK