Verkefni Svandísar kostar um 125 milljónir

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður eins starfshópsins …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður eins starfshópsins sem tilheyrði verkefninu um Auðlindina okkar, þegar bráðabirgðaniðurstöður verkefnisins voru kynntar. Ljósmynd/Matvælaráðuneytið

Heildarkostnaður við stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í sjávarútvegsmálum stefnir í tæpar 125 milljónir króna. Þar af nemur beinn kostnaður við verkefnið sem hlaut nafnið Auðlindin okkar rúmlega 84 milljónum króna.

Þá eru önnur verkefni sem ráðist hefur verið í sem ráðuneytið segir ekki vera hluta af Auðlindinni okkar en kunni að nýtast við vinnslu nýrra heildarlaga. Þar má nefna úttekt Samkeppniseftirlitsins, sem gerð er að beiðni ráðuneytisins, á eigna- og stjórnunartengslum í sjávarútvegi en hún kostar um 35 milljónir króna og samning við ráðgjafarfyrirtækið Intellecta sem kostar 4,8 milljónir króna.

Svandís skipaði í lok maí 2022 fjóra starfshópa til að „greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ eins og það var orðað í kynningu verkefnisins. Um 20 manns skipuðu starfshópana fjóra en auk þess störfuðu 30 manns í samráðsnefnd að verkefninu. Niðurstöður starfshópanna og tillögur samráðsnefndarinnar voru sem kunnugt er kynntar í síðustu viku.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK