Frumvarpið veiki sjávarútveginn

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, segir í umsögn um drög Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að frumvarpi til laga um sjávarútveg, sem sjá má í samráðsgátt stjórnvalda, að þar sé ekki gerð gangskör að því að bæta stjórnun fiskveiða og gera þær skilvirkari þannig að framlag þeirra í þjóðarbúið geti vaxið. Þess í stað sé haldið áfram á þeirri braut að þrengja að fyrirtækjum í sjávarútvegi, leggja á þau auknar byrðar og hækka enn frekar sérstaka og brenglandi skattheimtu á þau, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ragnar segir afleiðingarnar óhjákvæmilega verða annars vegar veikari sjávarútvegur sem mun þegar fram í sækir ekki geta staðist samkeppni við sjávarútveg annarra þjóða sem ekki þurfa að bera svona byrðar og verður því að gefa eftir í samkeppninni um afla og á fiskmörkuðum í heiminum, og hins vegar minna framlag sjávarútvegsins í þjóðarbúið með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir alla landsmenn.

Ragnar gerir einnig athugasemd við mjög mikla hækkun á gildandi veiðigjaldi sem frumvarpsdrögin leggja til. Í fyrsta lagi er lagt til að veiðigjald á uppsjávarfisk verði hækkað úr 33% af gjaldstofni í 45%. Í öðru lagi verður hætt að heimila frádrátt veiðigjalds frá hefðbundnum tekjuskatti. Það samsvari 25% til 60% hækkun á virku veiðigjaldshlutfalli eftir því hvernig tekjuskattur á fyrirtæki er metinn (tekjuskattur á fyrirtæki árið 2023 var 20% og fjármagnsskattur 22%. Skattur á útgreiddan arð var því 37,6%).

Í þriðja lagi gera frumvarpsdrögin ráð fyrir að virkt tekjuskattshlutfall á sjávarútvegsfyrirtæki verði 53% og 70,6% á botnfiskveiðar og 65% og 82,6% á uppsjávarveiðar en virka tekjuskattshlutfallið er summa venjulega tekjuskattshlutfallsins, 20% og 37,6%, og veiðigjaldsins sem er 33% á botnfiskveiðar og 45% á uppsjávarveiðar. Bendir Ragnar á að hlutföll séu svo há að margir myndu kenna það við ofurskatta.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,80 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 223,01 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 874 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 988 kg
9.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.399 kg
Þorskur 74 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.481 kg
9.5.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.470 kg
Þorskur 40 kg
Rauðmagi 9 kg
Samtals 2.519 kg
9.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.221 kg
Samtals 1.221 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 401,11 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 308,63 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 275,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,80 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 223,01 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 874 kg
Þorskur 114 kg
Samtals 988 kg
9.5.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.399 kg
Þorskur 74 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.481 kg
9.5.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.470 kg
Þorskur 40 kg
Rauðmagi 9 kg
Samtals 2.519 kg
9.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.221 kg
Samtals 1.221 kg

Skoða allar landanir »