Segja ráðherra vega að atvinnulífi í Stykkishólmi

Bann við veiðum á hörpudiski olli miklum búsifjum í Stykkishólmi.
Bann við veiðum á hörpudiski olli miklum búsifjum í Stykkishólmi. mbl.is/Sigurður Bogi

Harkalega er vegið að atvinnulífi í Stykkishólmi með þeim tillögum sem fram koma í frumvarpi matvælaráðherra um breytingar á lögum um sjávarútveg. Þetta er mat útgerðarfélaga í Hólminum sem sent hafa matvælaráðuneytinu ítarlega umsögn um frumvarpið. Þar er fyrirætlunum um afnám svokallaðra skelbóta mótmælt harkalega. Er þar um að ræða veiðiheimildir í botnfiski sem útgerðarfélögum á Snæfellsnesi var úthlutað þegar bann var lagt við veiðum á hörpudiski árið 2003.

Engin skel í sjónmáli

Bannið er til komið vegna sýkingar sem upp kom í stofninum og rannsóknir sýna að enn í dag er ekki mögulegt að hagnýta hann og er það mat sérfræðinga að enn muni langur tími líða uns breyting verði á því. Upphaflegar skelbætur námu 2.190 tonnum en hafa að nokkru verið skertar á síðustu árum, við mótmæli fyrirtækjanna sem um ræðir, en þau eru Agustson ehf. og Þórsnes ehf. í Stykkishólmi og Soffanías Cecilsson ehf. í Grundarfirði.

Fyrirætlanir Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra eru þær að þessar veiðiheimildir verði afnumdar í áföngum þannig að fjórðungur þeirra falli niður árið 2025 og sama hlutfall næstu þrjú ár á eftir. Byggir ráðherra þessa leið á niðurstöðum starfshópsins sem bar yfirskriftina Auðlindin okkar, en hann skilaði ítarlegum og endanlegum tillögum til breytinga á fiskveiðistjórnun landsins í lok ágúst síðastliðins.

Stykkishólmur. Fremst er svonefnt Egilsenhús.
Stykkishólmur. Fremst er svonefnt Egilsenhús. mbl.is/Sigurður Bogi

Brot á mikilvægum réttindum

Í fyrrnefndri umsögn, sem unnin er af lögfræðistofunni Logos, segir að fyrirhugaðar skerðingar feli í sér brot á atvinnu- og eignarréttindum fyrirtækjanna sem í hlut eiga. Er þar m.a. rakið að þegar kvótasetning var ákveðin í hörpuskel árið 1984 hafi fyrirtækin þurft að skila inn sem svaraði 35% af aflaheimildum sínum í botnfiski á móti veiðiheimildum í skel. Þannig hafi fyrirtækin í raun greitt fyrir aflaheimildir sem þau síðan voru svipt árið 2003. Þá hafi fyrirtækin einnig beðið tjón af því að sú veiðireynsla sem þau öfluðu sér í skelfiski á árunum fyrir kvótasetninguna hafi komið niður á möguleikum þeirra til þess að afla sér veiðireynslu í öðrum tegundum. Það hafi komið niður á hlutdeild þeirra við ákvörðun kvótans í upphafi.

Kalla sjávarútvegsfyrirtækin eftir því að ráðherra endurskoði þessa ákvörðun sína og ákveði annaðhvort að skelbætur verði ekki afnumdar eða að skerðingin sem fyrirtækin hafi orðið fyrir vegna fyrrnefnds banns verði bætt með öðrum hætti.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Ýsa 19.077 kg
Karfi 15.721 kg
Ufsi 12.448 kg
Þorskur 11.282 kg
Þykkvalúra 1.000 kg
Langa 748 kg
Skarkoli 663 kg
Steinbítur 508 kg
Skötuselur 38 kg
Samtals 61.485 kg
20.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 80 kg
Samtals 80 kg
20.5.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
19.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.748 kg
Samtals 2.748 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.5.24 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Ýsa 19.077 kg
Karfi 15.721 kg
Ufsi 12.448 kg
Þorskur 11.282 kg
Þykkvalúra 1.000 kg
Langa 748 kg
Skarkoli 663 kg
Steinbítur 508 kg
Skötuselur 38 kg
Samtals 61.485 kg
20.5.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 80 kg
Samtals 80 kg
20.5.24 Bobby 1 ÍS 361 Sjóstöng
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
19.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.748 kg
Samtals 2.748 kg

Skoða allar landanir »