Telja frumvarp ógna lífskjörum og atvinnufrelsi

Samsett mynd

Fimm samtök telja frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um ný heildarlög um sjávarútveg veita ráðherra auknar óljósar valdheimildir, vega að rekstrargrundvelli sjávarútvegsins og ógni þannig lífskjörum landsmanna allra.

Í sameiginlegri umsögn Félags skipstjórnarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Sjómanansambands Íslands, Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka smærri útgerða segir: „Að virtum athugasemdum, bæði sameiginlegum og sjálfstæðum, er ekki unnt að mæla með því að það skjal sem hér er til samráðs verði lagt fyrir Alþingi sem frumvarp til þinglegrar meðferðar.“

Gera samtökin kröfu um að „vandað sé til allra breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu“ í umsögn sinni, en frestur til að skila umsögnum um frumvarp ráðherra rann út á miðvikudag.

Frumvarpið er afrakstur umfangsmikils stefnumótunarverkefnis undir merkjum „Auðlindarinnar okkar“ sem átti með víðtæku samráði að skapa aukna þjóðfélagslega sátt um íslenskan sjávarútveginn, en eins og fjallað hefur verið um á 200 mílum hefur borið á óánægju með frumvarpið og fátt sem bendir til þess að árangur náist í að auka sátt um greinina á grundvelli þess frumvarps sem kynnt hefur verið í samráðsgátt.

Vegið að atvinnufrelsi

Í umsögninni vekja samtökin fimm á að þau hafi í sameiginlegri yfirlýsingu „gagnrýnt ýmislegt er tengdist vinnu við Auðlindina okkar, og þá sér í lagi skort á samráði við þá aðila sem best til þekkja í sjávarútvegi.“

Árétta samtökin sérstaklega átta athugasemdir við frumvarp matvælaráðherra og segja í fyrstu athugasemd að „þrátt fyrir að frumvarpsdrögin geri ráð fyrir margháttuðum breytingum á stjórn fiskveiða þá er erfitt að átta sig á meginmarkmiðum frumvarpsdraganna og þörf fyrir breytingar sem lagðar eru til.“

Telja samtökin vegið „verulega að atvinnufrelsi og fyrirsjáanleika fiskveiða með því að innleiða, án sýnilegrar nauðsynjar, ýmis konar ákvæði tengd umhverfisrétti. Fiskveiðar Íslendinga og öll löggjöf þeim tengd er í fullu samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og almenn lög hér á landi er varða umhverfisvernd.“

Þá sé verið að hræra í atvinnu- og byggðakvóta, svokölluðum 5,3% potti, með tilheyrandi óvissu fyrir fjölda fyrirtækja, starfsmenn þeirra og byggðarlög.

Jafnframt eru lagðar til „verulega auknar pólitískar valdheimildir ráðherra, með umfangsmiklum og óljósum reglugerðarheimildum, án þess að færð séu rök fyrir að það fyrirkomulag sé betra en skýrar og gagnsæjar reglur frá löggjafarvaldinu.“

Ógni lífskjörum

„Lagt er til verulega breytt fyrirkomulag gjaldtöku af nýtingu sjávarauðlindarinnar, sem eykur ógagnsæi og ýtir undir óréttlæti og mismunun. Ekkert mat hefur farið fram á áhrifum boðaðrar gjaldtöku, þ.m.t. á störf í sjávarútvegi og samkeppnishæfni,“ segir í umsögninni.

Telja samtökin vegið að rekstrargrundvelli sjávarútvegs með slíkum hætti að hætta sé á að gengi krónunnar verður veikara en ella og lífskjör lakari. Einnig er talið að staða þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu verði til muna lakari.

„Draga mun verulega úr nauðsynlegri fjárfestingu í nýsköpun og nýrri tækni, sem er forsenda þess að minnka kolefnisfótspor atvinnugreinarinnar og auka enn frekar verðmætasköpun frá sjávarútvegi,“ fullyrða samtökin fimm.

Undir umsögnina rita Árni Sverrisson formaður Félags skipstjórnarmanna, Ólafur Helgi Marteinsson formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands, Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands og Örvar Marteinsson formaður Samtaka smærri útgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg
9.5.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 881 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 961 kg
9.5.24 Bára NS 126 Handfæri
Þorskur 790 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 794 kg
9.5.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 3.204 kg
Samtals 3.204 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg
9.5.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 881 kg
Ufsi 80 kg
Samtals 961 kg
9.5.24 Bára NS 126 Handfæri
Þorskur 790 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 794 kg
9.5.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 3.204 kg
Samtals 3.204 kg

Skoða allar landanir »