Ekki stórhætta á fasteignabólu sem springi

Una Jónsdóttir er nýr aðalhagfræðingur Landsbankans. Hún telur ekki miklar líkur á að hér sé að myndast húsnæðisbóla sem springi framan í almenning og leiði hörmungar yfir samfélagið.

„Flest bendir til þess að þetta sé sveifla sem muni róast. Við þurfum aðeins að slaka á og vita að þetta er tímabil sem gengur yfir. En það eru að sjálfsögðu margar áskoranir fram undan á húsnæðismarkaði. Ekki síst þegar við fáum núna alla atvinnuvegi í gang og ferðaþjónustuna til að mynda sem er mjög mannaflsfrek atvinnugrein, þá mun mjög margt flytjast hingað til lands hingað til starfa sem er nauðsynleg forsenda þess að þessir atvinnuvegir nái að blómstra. Þá mun það setja þrýsting á húsnæðismarkaðinn,“ segir Una.

Hún segir að þessar áskoranir séu ekki aðeins bundnar við höfuðborgarsvæðið. Einnig sé húsnæðisskortur á landsbyggðinni en víða þar svari markaðsverð ekki byggingarkostnaði.

Viðtalið við Unu má nálgast í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK