Ólafur Jónsson til Birtingahússins

Ólafur Jónsson.
Ólafur Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Birtingahúsið hefur ráðið til sín Ólaf Jónsson sem mun sinna ráðgjöf og þróunarvinnu í tengslum við netmarkaðsmál fyrir viðskiptavini félagsins.

Ólafur hefur um langt skeið unnið við ráðgjöf og kennslu á sviði netmarkaðsmála.
Auk þess hefur hann síðustu árin haldið úti vinsælu hlaðvarpi um markaðsmál og viðskiptalíf sem mun halda áfram í hans umsjá.
Ólafur var á árum áður meðal annars ráðgjafi hjá Netráðgjöf og Reykjavík Excursions áður en hann fór út í eigin rekstur, að því er segir í tilkynningu.

Birtingahúsið var stofnað árið 2000 og veitir faglega og óháða ráðgjöf um auglýsingabirtingar, markaðssetningu og uppbyggingu auglýsingaherferða.
Félagið er í alþjóðlegu samstarfi við Dentsu Aegis Network með starfsemi í yfir 140 mörkuðum. Meðal dótturfélaga DAN eru Carat, Vizeum og iProspect.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK