Íslensk fyrirtæki geta orðið leiðarljós fyrir heiminn

Paul Polman er fyrrverandi forstjóra risafyrirtækisins Unilever og núverandi formaður …
Paul Polman er fyrrverandi forstjóra risafyrirtækisins Unilever og núverandi formaður Alþjóðaviðskiptaráðsins, ICC. Valerie G. Keller er forstjóri ráðgjafarfyrirtækisins Ernst & Young – Beacon Institute.

Ísland og íslensk fyrirtæki geta orðið fyrirmynd fyrir umheiminn þegar kemur að tilgangsmiðuðum rekstri fyrirtækja (e. purpose driven) og sjálfbærni. Þetta er skoðun þeirra Paul Polman, fyrrverandi forstjóra risafyrirtækisins Unilever og núverandi formanns Alþjóðaviðskiptaráðsins, ICC, og Valerie G. Keller, forstjóra ráðgjafarfyrirtækisins Ernst & Young – Beacon Institute, en þau eru aðalfyrirlesarar á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fer í dag á Hilton Nordica.

Keller segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það að vera með tilgangsmiðaðan rekstur sé í dag ekki bara eitthvað sem þyki gott og sniðugt, heldur nauðsyn. „Fyrirtæki hafa alltaf haft tilgang auðvitað, en þetta snýst um að fyrirtækið horfi inn á við og velti fyrir sér hvað það er að gera til að bæta samfélagið. Smærri fyrirtæki velta þessu gjarnan fyrir sér þegar þau eru að fara af stað, en þegar fyrirtæki eru orðin stór og alþjóðleg geta þau misst sjónar á þessu. Oft koma upp dæmi um fyrirtæki sem eru kannski farin að valda meiri skaða en þau bæta umhverfið sem þau starfa í, og þá þarf að ýta á þau að endurskoða stefnu sína. Það að láta sig samfélagið varða, og vera með tilgang sem þjónar mörgum ólíkum hagsmunaaðilum, skilar sér í betri árangri til lengri tíma. Fyrirtæki vinna nýja markaði, efla nýsköpun, og starfsánægja starfsmanna vex,“ segir Keller og vísar til rannsókna sem fyrirtæki hennar hefur unnið með bæði Oxford-háskóla og Harvard-háskóla. „Við sjáum þetta vera að gerast í fyrirtækjum um allan heim. Auðvitað skipta peningar alltaf máli í rekstrinum, en tilgangurinn þarf að vera settur kirfilega í stefnuna.“

Keller segir að til dæmis skipti tilgangur aldamótakynslóðina ( e. Millenials ) miklu máli. Hún vilji vinna hjá fyrirtækjum sem huga að sjálfbærni og umhverfisvernd.

Polman bendir á að þó sé það ekki bara aldamótakynslóðin sem hugsi svona, heldur aðrar kynslóðir einnig. „Ímyndaðu þér til dæmis fyrirtæki á Íslandi, að ef það hugsar bara um að græða peninga, þá er erfitt fyrir samfélagið að taka það í sátt. Af hverju ætti samfélagið að leyfa þér að vera til ef þú ert ekki að bæta það?“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK