Goldman afhjúpar verulegan launamun

Höfuðstöðvar Goldman Sachs á Manhattan.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs á Manhattan. AFP

Fjármálafyrirtækið Goldman Sachs hefur birt tölur yfir launamun kynjanna í starfsemi fyrirtækisins í Bretlandi. Fyrirtækið segir að langt sé í land í þessum efnum. 

Samkvæmt úttekt Goldmand Sachs sem fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá er miðgildi launamunarins 36,4% og 67,7% hvað kaupauka varðar. Um er að ræða úttekt á fjárfestingabankastarfsemi fyrirtækisins þar sem 6 þúsund manns vinna.

Í tilkynningu frá Goldman Sachs segir að tölurnar endurspegli ójafnvægi á milli kynjanna í efri stigum fyrirtækisins.

Meðalmunurinn á launum er 55,5% og meðalmunur á kaupaukum er 72,2%. 

Öll fyrirtæki með yfir 250 starfsmenn í Bretlandi þurfa að gera grein fyrir launamun kynjanna í starfsemi sinni fyrir fjórða apríl.

„Þó að við höfum náð árangri á síðustu árum þegar kemur að stöðu kvenna og fjölbreytni er  enn langt í land,“ segir í úttekt fyrirtækisins. „Helsta áskorunin er að að fjölga konum á efri stigum fyrirtækisins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK