Tekjur Eyjafjarðarsveitar aukast um 9,4%

Frá Eyjafjarðarsveit.
Frá Eyjafjarðarsveit.

Heildartekjur Eyjafjarðarsveitar fyrir A- og B-hluta jukust um 9,4% árið 2016 miðað við árið á undan og námu 877,4 milljónum. Heildargjöld A- og B-hluta voru 864,6 milljónir og var niðurstaðan jákvæð um tæplega 13 milljónir. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 81,9 milljónir.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að ársreikningurinn hafi verið samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2016 en eldri lán voru greidd niður um 26,8 milljónir. 

Heildarskuldir og skuldbindingar í árslok 2015 voru 213,8 milljónir og er skuldahlutfallið 27,1%. Skuldaviðmið er 13,2% en leyfilegt hámark er 150%. Fjárfestingar ársins námu 31,3 milljónum. Stærri viðhaldsverkefni (markað viðhald) var 21 milljón. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK