Vikuleg samantek á laxveiðinni

Glímt við lax í Ægissíðufossi í Ytri Rangá.
Glímt við lax í Ægissíðufossi í Ytri Rangá. westranga

Vikuleg samantekt Landsambands veiðifélaga á veiði í laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Samkvæmt samantektinni er Ytri Rangá langefst á listanum og ljóst á tölunum að þar er mikil veiði þessa daganna. 

Í Ytri Rangá er heildarveiðin komin í 3746 laxa og var veiðin í síðustu viku 865 laxar og veiðast vel rúmlega 100 laxar þar á hverjum degi. Talvert er langt er í Miðfjarðará sem er komin 2386 laxa en þar veiddust 213 laxar þar í liðinni viku og dregur hún vagninn í sjálfbæru laxveiðiánum.

Þá eru nokkrar veiðiár komnar með meiri veiði en allt síðasta sumar og má þar nefna Grímsá, Elliðaárnar, Laxá á Ásum og Straumarnir við Hvítá í Borgarfirði.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Ytri Rangá 3.746 laxar - vikuveiði 865 laxar.
  2. Miðfjarðará 2.386laxar - vikuveiði 213 laxar.
  3. Þverá/Kjarrá 1.600 laxar - vikuveiði 134 laxar.
  4. Eystri Rangá 1.401 laxar – vikuveiði 310 laxar.
  5. Blanda 1.331 laxar - vikuveiði 112 laxar.
  6. Norðurá 1.302 laxar - vikuveiði 74 laxar.
  7. Langá á Mýrum 1149 laxar - vikuveiðin 75 laxar.
  8. Haffjarðará 980 laxar – vikuveiði 68 laxar.
  9. Grímsá í Borgarfirði 788 laxar – vikuveiði 56 laxar.
  10. Elliðaárnar 741 laxar - vikuveiði 36 laxar.

Nánar má kynna sér þennan lista hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert