Byrjar með látum í Stóru Laxá

Einn af 12 löxum sem Árni Baldursson veiddi á efsta …
Einn af 12 löxum sem Árni Baldursson veiddi á efsta svæðinu í Stóru Laxá í dag. Árni Baldursson

Efsta svæðið í Stóru Laxá í Hreppum opnaði í morgun og byrjaðí veiði af miklum krafti.

Samkvæmt fyrstu fréttum þaðan veiddust á morgunvaktinni 16 laxar. Árni Baldursson, hjá Lax-á  sem heldur utan um veiðirétt í ánni, greindi svo frá því núna í kvöld að hann sjálfur hefði landað 12 í dag og misst marga og fengið ennþá fleiri tökur.

Lauk hann veiðum snemma í kvöld  og reiknaði með að um 30 laxar myndu koma á land þennan fyrsta dag, en veitt er á fjórar stangir á þessu mikilfengna veiðisvæði. Þegar allir veiðimenn höfðu svo skilað sèr í hús reyndist dagsveiðin vera 25 laxar.

Neðri svæðin opna svo þann 29. júní og verður spennandi að fylgjast með útkomunni þar, en oftar en ekki gefur efsta svæðið best í upphafi vertíðar. Fyrstu laxarnir sáust á Hólmabreiðu fyrstu vikuna í júní.

Frá efsta svæðinu í Stóru Laxá.
Frá efsta svæðinu í Stóru Laxá. lax-a.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert