Ætli Sam Grewe muni eignast nærbuxnalínu?

Hinn einfætti Sam Grewe vippar sér yfir 1,88 metra í …
Hinn einfætti Sam Grewe vippar sér yfir 1,88 metra í Tókýó. AFP

Lygilegt er að fylgjast með þeim afrekum sem unnin eru á Paralympics. Í starfi mínu sem íþróttafréttamaður er langmesta upplifunin til þessa að hafa fylgst með Paralympics í návígi árið 2016. Að verða vitni að sigri mannsandans.

Þau sem aldrei hafa fylgst með leikunum geta tæplega ímyndað sér hversu miklum árangi íþróttafólkið nær. Í greinum eins og sundi og frjálsum er hægt að taka mið af tímum, hæð og lengd. Þar er auðvelt að leggja mat á árangurinn.

Bandaríkjamaðurinn Sam Grewe sigraði í hástökki í flokki T63 í Tókýó. Hann var aflimaður og notar gervifót en stekkur á heilbrigða fætinum. Grewe vippaði sér yfir 1,88 metra.

Þegar ég velti þessari hæð fyrir mér kemur upp í hugann þegar margir kollegar mínir fóru hamförum vegna marks sem Cristiano Ronaldo skoraði fyrir Juventus árið 2019. 

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka