Spilamennskan okkur til skammar

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflvíkinga var súr í bragði þegar fréttaritari hafði orð af honum eftir tap Keflavíkur og Þórsara í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. 

Keflvíkingar voru ansi daprir í sínum leik og viðurkenndi Friðrik að þessi leikur hafi verið hans mönnum til skammar.

Varnarleikurinn þá helst sem Friðrik nefndi í þessum efnum en sagðist þó ekki hafa verið með neina flugeldasýningu þegar hann ræddi við leikmenn sína í klefanum eftir leik.

Viðtalið við Friðrik Inga má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.  

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka