Líklegastar í A-riðlinum

Ada Hegerberg er í lykilhlutverki í liði Norðmanna.
Ada Hegerberg er í lykilhlutverki í liði Norðmanna. AFP/Terje Bendiksby

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu fer að bresta á en mótið verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Fyrsti leikur mótsins fer fram fimmtudaginn 20. júlí, klukkan sjö að morgni að íslenskum tíma, en þá mætir heimalandið Nýja-Sjáland liði Noregs.

Með þeim í A-riðli eru Filippseyjar og Sviss en Filippseyjar eru nýliðar á HM og Sviss tekur þátt í annað sinn. Á meðan hefur Noregur unnið bæði gull- og silfurverðlaun á HM og Nýja-Sjáland mætir til leiks á sínu sjöunda heimsmeistaramóti.

Noregur er sigurstranglegasta lið riðilsins og þær norsku eru vonandi búnar að jafna sig á skammarlegri frammistöðu á EM í fyrra. Þar töpuðu þær eftirminnilega, 0:8, gegn Englandi og komust ekki upp úr riðlinum. Með nýjan þjálfara og Ödu Hegerberg í lykilhlutverki stefna norsku konurnar langt á þessu móti. Baráttan um að fylgja þeim upp úr riðlinum er svo væntanlega á milli Nýja-Sjálands og Sviss.

Ítarlega umfjöllun um liðin fjögur í A-riðlinum á HM er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert