„Mér gæti ekki verið meira sama hverju ég klæðist“

„Maður sá það allavega að það er hægt að halda fótboltamót án þess að það séu allir sauðdrukknir,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta hjá Torgi, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sem fram fór í Katar.

Argentína fagnaði sigri á mótinu sem fór fram á óvenjulegum tíma fyrir flesta en það hófst um miðjan nóvember og lauk þann 18. desember.

„Katararnir fengu sviðljósið og það fór á allt, ekki bara það sem þeir ætluðu sér,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir.

„Ég held á þessum tímapunkti hafi Messi verið að hugsa um bikarinn, sem hann var búinn að vera bíða lengi eftir.

Ég held að hann hafi verið hugsa; mér gæti ekki verið meira sama hverju ég klæðist,“ bætti Helga Margrét Höskuldsdóttir við þegar rætt var um kuflinn fræga sem Messi tók á móti bikarnum í.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Lionel Messi lyftir heimsmeistarabikarnum í kuflinum fræga.
Lionel Messi lyftir heimsmeistarabikarnum í kuflinum fræga. AFP/Franck Fife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert