„Var viss um að ég myndi fokka einhverju upp“

„Það var mjög skrítið og þetta var sérstakt land og þjóð að heimsækja,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fór í Katar í nóvember og desember.

Edda Sif fór til Katar og fjallaði um mótið fyrir Ríkissjónvarpið en með henni í för var fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson.

„Það var enginn dansandi úti á götum og það voru frábær stuðningsmannasvæði sem enginn var á,“ sagði Edda Sif.

„Við fengum 16 blaðsíðna bækling um það hvernig við áttum að labba, heilsa, hverju við máttum klæðast og hverju ekki, og ég var viss um að ég myndi fokka einhverju upp,“ sagði Edda Sif meðal annars.

Áramótaþátt og íþróttauppgjör Dagmála í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Edda Sif Pálsdóttir fjallaði um heimsmeistaramótið í Katar fyrir Ríkissjónvarpið.
Edda Sif Pálsdóttir fjallaði um heimsmeistaramótið í Katar fyrir Ríkissjónvarpið. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert