Fór á kostum og í toppsætið

Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk.
Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk. AFP/Ina Fassbender

Íslendingaliðið Magdeburg er komið í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handbolta eftir 32:29-útisigur á Flensburg í Íslendingaslag í Flensburg í kvöld.

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum fyrir Magdeburg og skoraði níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við þremur og Janus Daði Smárason tveimur.

Hjá Flensburg skoraði Teitur Örn Einarsson tvö mörk, sem dugðu skammt.

Þá hafði Bergsicher betur gegn Balingen í öðrum Íslendingaslag í miklum fallbaráttuslag 25:21, á útivelli.

Arnór Þór Gunnarsson þjálfar Bergischer, ásamt Markus Pütz. Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk fyrir Balingen en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.

Standings provided by

<a href="https://www.sofascore.com/" target="_blank">Sofascore</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert