Fékk taugaáfall fyrir utan Kaplakrika

„Á þessum tíma var Ásdís Hjálmsdóttir að gera frábæra hluti á Ólympíuleikunum í London,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Vigdís æfði fimleika í tólf ár áður en hún ákvað að mæta á sína fyrstu æfingu í frjálsum íþróttum árið 2012.

Hún var mjög stressuð fyrir æfinguna og stakk móðir hennar upp á því, til að byrja með, að hún myndi byrja að æfa spjótkast.

„Mamma hafði samband við Ragnheiði Ólafsdóttur sem var á þeim tíma einn af yfirþjálfurum hjá FH og spurði hvort ég mætti prófa að mæta á æfingu,“ sagði Vigdís.

„Mamma skutlaði mér þarna sextán ára gamalli á mína fyrstu æfingu og ég man bara að ég fékk taugaáfall þarna fyrir utan Kaplakrika.

Ég sat inni í bíl og hágrét í einhvern klukkutíma sem endaði með því að ég komst ekki á þessa tilteknu æfingu,“ sagði Vigdís meðal annars.

Viðtalið við Vigdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert