Heldur áfram að skrifa söguna

Ester Ledecka frá Tékklandi.
Ester Ledecka frá Tékklandi. AFP

Ester Ledecka frá Tékklandi varð í nótt fyrsta konan til þess að vinna til tvennra gullverðlauna í tveimur mismunandi íþróttagreinum er hún vann samhliða brettastórsvig kvenna á Vetrarólympíuleiknum í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Áður hafði hún eins og frægt er orðið unnið til gullverðlauna í risasvigi þar sem hún kom öllum að óvörum.

Hin 22 ára gamla Ledecka hafði betur gegn Selina Jorg frá Þýskalandi.

Ledecka er fimmti íþróttamaðurinn til þess að vinna verðlaun í tveimur íþróttum á einum leikum en sú fyrsta í ótengdum greinum en verðlaunahafar unnu allir til gullverðlauna í norrænum skíðagreinum.

Ester Ledecka fagnar sigrinum í morgun.
Ester Ledecka fagnar sigrinum í morgun. AFP

„Það var frekar erfitt að breyta sjálfri mér í brettakonu. Ég hafði viku til þess og mér leið ekki vel í gær. Í dag fann ég hins vegar sjóbrettakonuna í mér, sem betur fer,“ sagði Ledecka.

„Þetta er eflaust besta sagan frá þessum leikum. Alveg ótrúlegt. Þvílík íþróttakona. Það er nógu erfitt að keppa í einni grein,“ sagði íþróttafréttmaðurinn Graham Bell á BBC en sigri hennar í þeirri grein hefur verið lýst sem einni ótrúlegustu sögu allra tíma frá Ólympíuleikum þar sem hún átti ekki einu sinni sín eigin skíði og skíðaði til sigurs á lánsskíðum.

Ester Ledecka á ferðinni í Pyeongchang.
Ester Ledecka á ferðinni í Pyeongchang. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert