Sturla keppti ekki vegna meiðsla

Sturla Snær í stórsvigskeppninni um síðustu helgi.
Sturla Snær í stórsvigskeppninni um síðustu helgi. AFP

Sturla Snær Snorrason tók ekki þátt í svigkeppni Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í nótt eins og til stóð.

Í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandinu kemur fram að Sturla Snær hafi í stórsvigskeppninni á sunnudaginn fallið í brautinni þar sem hann fékk annað skíðið á kálfann sem leiddi til þess að blæðing átti sér stað á milli vöðva.

Vonast var til að hann yrði klár til keppni fyrir svigið en hann hefur verið í góðri meðhöndlun fagteymis í ólympíuþorpinu. 

En eftir að hafa farið í gegnum upphitun fyrir keppnina var ákveðið að hann yrði ekki með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert