Lengsta kast Guðna á árinu

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason náði sínu lengsta kasti á árinu í gær, en náði ekki að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í London í byrjun næsta mánaðar.

Guðni Valur kastaði 60,94 metra, en lágmarkið til þess að komast inn á HM var 63,50 metrar. Guðni á einmitt best 63,50 metra sem hann kastaði fyrir tæpum tveimur árum.

Guðni komst í úrslit á EM U23 ára í Póllandi á dögunum og hafnaði þar í 5. sæti með kasti upp á 57,31 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert