Sá fjórði fyrir tvítugt

HK-ingar fagna titlinum um helgina.
HK-ingar fagna titlinum um helgina. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Theódór Óskar Þorvaldsson, fyrirliði HK í blaki, er ekki orðinn tvítugur en var engu að síður að fagna sínum fjórða Íslandsmeistaratitli um helgina. HK vann þá Stjörnuna 3:2 í hörkuviðureign í þriðja einvígisleik liðanna og innsiglaði það 3:0-sigur HK í rimmunni um titilinn.

„Þetta var rosalega ljúft, og sérstaklega því Stjarnan vann okkur fimm sinnum í vetur í deild og bikar. Að vinna þá 3:0 í úrslitakeppninni er virkilega sterkt,“ sagði Theódór í samtali við Morgunblaðið, en hann var hreint frábær í úrslitaeinvíginu og skilaði 66 stigum í leikjunum þremur. Stjarnan varð deildarmeistari og vann rimmu liðanna í undanúrslitum bikarsins fyrr í mánuðinum, en eftir þann leik segir Theódór að HK-ingar hafi litið í eigin barm. Þar var ekki vitleysan töluð.

„Við tókum gott spjall eftir bikarinn. Það hafði verið svolítil ósamstaða hjá strákunum, sumir voru ósáttir með að fá ekki að spila og slíkt. Þjálfarinn sagði mönnum bara að hætta að vera með aumingjaskap og við fórum að standa saman sem lið. Þá kom stemningin og boltinn fór að rúlla eins og hann á að gera.“

Lestu viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert