Kærkomnir sigrar Íslendingaliðanna

Kolbeinn Þórðarson (8) og Andri Fannar Baldursson (7) voru báðir …
Kolbeinn Þórðarson (8) og Andri Fannar Baldursson (7) voru báðir í sigurliðum. Ljósmynd/KSÍ

Íslendingalið Gautaborg og Elfsborg spyrntu sér frá neðstu liðum með góðum sigrum í sjöttu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Bæði lið eru nú með sjö stig, Gautaborg í 12. sæti og Elfsborg sæti neðar, þremur og fjórum stigum fyrir ofan þrjú neðstu liðin.

Gautaborg heimsótti Brommapojkarna til Stokkhólms og vann öruggan sigur, 3:0.

Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn fyrir Gautaborg og lagði upp annað mark liðsins. Adam Ingi Benediktsson var varamarkvörður hjá liðinu.

Elfsborg fékk Sirius í heimsókn til Borås og vann 2:0.

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn fyrir Elfsborg en Eggert Aron Guðmundsson er frá vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert