Bayern hafði betur gegn Chelsea

Álvaro Morata spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag.
Álvaro Morata spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. AFP

Bayern München og Chelsea mættust í æfingaleik í knattspyrnu í Síngapúr í hádeginu og svo fór að þýska liðið hafði betur, 3:2. Thomas Müller skoraði tvö mörk fyrir Bayern. 

Rafinha kom Bayern yfir á 6. mínútu með föstu skoti utan teigs sem fór í stöng og inn. Thomas Müller bætti við örðu marki Bayern á 23. mínútu er hann setti boltann í netið af stuttu færi eftir undirbúning Franck Ribéry. Hann var svo aftur á ferðinni 14 mínútum síðar þegar hann kom Bayern í 3:0 með fallegu langskoti. 

Marcos Alonso lagaði stöðuna fyrir Chelsea í blálok fyrri hálfleiks með flottri afgreislu innan teigs og Michy Batshuayi minnkaði muninn enn frekar á 85. mínútu með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Nær komust leikmenn Chelsea hins vegar ekki og 3:2 sigur Bayern staðreynd. Chelsea mætir Inter 29. júlí næstkomandi í síðasta leik sínum á undirbúningstímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert