Juventus hefndi gegn Barcelona

Lionel Messi í baráttu við Alex Sandro í leiknum í …
Lionel Messi í baráttu við Alex Sandro í leiknum í kvöld. AFP

Juventus tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli við Barcelona í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitunum. Juventus vann fyrri leikinn á heimavelli 3:0 og hefur því komið fram hefndum síðan Barcelona vann í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum.

Leikurinn í kvöld var bráðfjörugur eins og við var að búast, enda ekkert annað í boði fyrir Barcelona en að sækja. Þeim gekk ágætlega að gera það og skapa sér færi, en hins vegar afleitlega í því að koma skotum á markið. Reynsluboltinn Gianluigi Buffon þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í marki Juventus.

Sagan var heldur ekki með Barcelona, því aldrei í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hefur lið náð að snúa við taflinu eftir að hafa tapað fyrri leik 3:0. Það breyttist ekki í kvöld, niðurstaðan markalaust jafntefli og Juventus er komið í undanúrslit eftir samanlagðan 3:0-sigur í einvíginu.

Ásamt Juventus eru Real Madrid, Atlético Madrid og Mónakó komin áfram í undanúrslit.

Barcelona 0:0 Juventus opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert