Eins og af annarri plánetu

Liðsmenn Red Bull fagna Max Verstappen á mark sem sigurvegara …
Liðsmenn Red Bull fagna Max Verstappen á mark sem sigurvegara austurríska kappakstursins í dag. AFP

Það var engu líkara en Max Verstappen væri af annarri plánetu slíkir voru yfirburðir hans frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu í austurríska kappakstrinum í formúlu-1 sem var að ljúka í þessu.

Strax í ræsingunni breikkaði Verstappen bilið í aðra keppendur og hvarf hann þeim fljótt úr augsýn. Annar varð Valtteri Bottas á Mercedes og þriðji Lando Norris á McLaren sem átti stórgóðan dag þrátt fyrir að fimm sekúndum væri bætt við aktsursstíma hans vegna akstursbrots á fyrstu hringjunum.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes lauk keppni í fórða sæti, því hinu sama og hann hóf keppni í.

Í sætum fimm til tíu - í þessari röð - urðu Carlos Sainz á Ferrari, Sergio Perez á Red Bull, Daniel Ricciardo á McLaren, Charles Leclerc á Ferrari, Pierre Gasly á AlphaTauri og Fernando Alonso á Alpine. Líklegt er að Peres eigi eftir að færasts niður um eitt sæti vegna akstursbrot.

Svo illilega tókst til hjá Kimi Räikkönen á Alfa Romeo og Sebastian Vettel á Aston Martin þeir skelltu bílum sínum saman á lokahringnum og féllu úr leik en töldust samt í 16. og 17. sæti.

Með úrslitum þessum í dag breikkar bilið í Verstappen sem Hamilton þarf að brúa ætli hann sér að vinna titil ökumanna  í ár eins og mörg þau síðustu.Hefur hann aflað 182 stiga en Hamilton 150. Fyrir sigur fást 25 stig, 18 fyrir annað sæti, 15 fyrir það þriðja en fystu 10 menn í mark fá stig.

Þá er Red Bull með 44 stigum meira en Mercedes í titilslag bílsmiða, 286-242. Í þriðja sæti er McLaren með 141 stig og Ferrari er fjórða með 122.

Max Verstappen á verðlaunapallinum í Spielbrerg í Austurríki í dag.
Max Verstappen á verðlaunapallinum í Spielbrerg í Austurríki í dag. AFP
Max Verstappen með sigurgripinn á verðlaunapallinum í Spielberg í Austurríki …
Max Verstappen með sigurgripinn á verðlaunapallinum í Spielberg í Austurríki í dag. AFP
Max Verstappen gengur sigurreifur inn á verðlaunapallinn í Spielbrerg í …
Max Verstappen gengur sigurreifur inn á verðlaunapallinn í Spielbrerg í Austurríki í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert