Bottas stöðvaði sókn Hamiltons

Valtteri Bottas í tímatökunni í Nürburgring. Stúkan í baksýn er …
Valtteri Bottas í tímatökunni í Nürburgring. Stúkan í baksýn er kennd við lið hans, Mercedes. AFP

Valtteri  Bottas á Mercedes var í þessu að vinna ráspólinn í Nürburgring en þar fer Eifelfjallakappaksturinn í formúlu-1 fram á morgun. Með því batt hann enda á sigurgöngu liðsfélaga síns Lewis Hamilton, sem vann ráspól síðustu fimm móta í röð.

Handhafi pólsins breyttist tímatökuna út í gegn en Max Verstappen á Red Bull blandaðii sér í hana og sat stundum í efsta sætin, til að mynda aðeins tímatilraun var eftir, en ökumenn Mercedes skriðu þá fram úr honum.

Í sætum fjögur til tíu urðu sem hér segir - í þessari röð - Charles Leclerc á Ferrari, Alex Albon á  Red Bull, Daniel Ricciardo á Renault, Esteban Ocon á Renault, Lando Norris á McLaren, Sergio Perez á Racing Point, Carlos Sainz á McLaren.

Í ellefta sæti, og komst því ekki í lokalotuna,  varð heimamaðurinn Sebastian Vettel á Ferrari. Landi hans Nico Hülkenberg ók í stað Lance Stroll fyrir Racing Point. Stroll kenndi veikinda fyrir hádegið og greindist sýktur af kórónuveirunni. Svo vildi að nærtækasti afleysingamaður var við brautina sem álitsgjafi sjónvarpsstöðvar. Fékk hann aðeins þriggja tíma fyrirvara og komst þar af leiðandi ekki upp úr fyrstu lotu tímatökunnar.

Valtteri Bottas virðir hið volduga Mercedesmerki fyrir sér í Nürburgring.
Valtteri Bottas virðir hið volduga Mercedesmerki fyrir sér í Nürburgring. AFP
Öryggisveggur í Nürburgring dregur jafnt og þétt úr högginu geri …
Öryggisveggur í Nürburgring dregur jafnt og þétt úr högginu geri ökumenn mistök og fljúga á vegginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert