Leikmaður Arsenal kærður

Reiss Nelson í leik með Arsenal.
Reiss Nelson í leik með Arsenal. AFP/Adrian Dennis

Fyrrverandi sjúkraþjálfari enska knattspyrnumannsins Reiss Nelson, vængmanns Arsenal, hefur kært hann. Segir sjúkraþjálfarinn að hundur Nelsons hafi ráðist á hann.

Samkvæmt Evening Standard kveðst sjúkraþjálfarinn Saeid Motaali ekki hafa getað unnið frá því í desember árið 2020, þegar hann segir árásina hafa átt sér stað.

Motaali kveðst hafa beðið Nelson um sjálfu ásamt hundi hans, Tiago, eftir nuddtíma. Hundurinn hafi þá ráðist að Motaali og reynt að bíta í hálsinn á honum en hafi bitið í handlegg Motaali þegar hann reyndi að verja sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert